Víkingur og Garri framlengja áralangt samstarf
20. maí 2022 | Knattspyrna, Félagið, HandboltiVíkingur og Garri framlengja áralangt samstarf
Víkingur og Garri hafa framlengt samstarfssamning sinn til 2ja ára. Samstarfið hófst árið 2014 og fyllir því 10 ár að þessum samningi loknum.
Garri mun auglýsa vörumerkið KATRIN á öllum búningum í knattspyrnu og handknattleik en auk þess munu yngri flokkar Víkings selja fjáröflunarvarning frá Garra.
Með samningnum tryggjum við áfram hagstæð magninnkaup og stærðarhagkvæmni með því að versla allan hreinlætispappír hjá sama aðila sem skilar sér í hagstæðari verðum og ábata fyrir barna- og unglingastarf Víkings.