• Gera alltaf þitt besta.
 • Virða alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika í íþróttum.
 • Sýnir öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
 • Þræta ekki eða deila við dómarann.
 • Sýnir öðrum virðingu og ert heiðarlegur og opinn gagnvart þjálfara og forystufólki félagsins.
 • Forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll á vettvangi félagsins.
 • Koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
 • Ert stundvís og háttvís á öllum viðburðum á vegum félagsins.
 • Taka þátt í íþróttum á eigin forsendum
 • Berð ætíð virðingu fyrir nafni og búningi félagsins.

ÞÚ SEM ELDRI IÐKANDI:

 • Gera alltaf þitt besta.
 • Virða alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika í íþróttum.
 • Sýnir öllum iðkendum virðingu, jafnt í meðbyr sem mótbyr.
 • Þræta ekki eða deila við dómarann.
 • Hefur heilbrigði alltaf að leiðarljósi og tekur aldrei áhættu með heilsu þína.
 • Neytir aldrei ólöglegra lyfja til að bæta árangur þinn.
 • Bera virðingu fyrir hæfileikum og getu annarra.
 • Forðast neikvæð ummæli eða skammir.
 • Ert heiðarlegur og opinn gagnvart þjálfara og forystufólki félagsins sem ber ábyrgð á þér við æfingar og keppni.
 • Berð sjálfur höfuðábyrgð á framförum þínum og þroska.
 • Ert ávalt til fyrirmyndar í framkomu, jafnt utan vallar sem innan.
 • Hefur hugfast að þú ert fyrirmynd yngri iðkenda.
 • Sýnir aldrei eða leyfir ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
 • Forðast of náið samneyti og náin samskipti við þjálfara þína.
 • Skalt ætið bera virðingu fyrir nafni og búningi félagsins.
 • Forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll um samherja, mótherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.
 • Koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
 • Mætir vel á æfingar, ert stundvís og háttvís
 • Taka þátt í íþróttum á eigin forsendum

ÞÚ SEM ÞJÁLFARI:

 • Ert fyrirmynd iðkenda bæði innan vallar og utan.
 • Hefur ávallt í huga að hlutverk þitt er að byggja upp iðkendur bæði líkamlega og andlega.
 • Styrkir jákvæða hegðun og framkomu.
 • Sérð til þess að þjálfun og keppni sé við hæfi iðkenda.
 • Heldur á lofti heiðarleika innann íþróttarinnar.
 • Viðurkennir og virðir ákvarðanir sem dómarar taka.
 • Kennir iðkendum að bera ábyrgð á eigin hegðun og framförum í íþróttinni.
 • Ert réttlátur, umhyggjusamur og heiðarlegur gagnvart iðkendum.
 • Forðast neikvæða gagnrýni.
 • Setur ávalt heilsu, öryggi og heilbrigði iðkenda í forsæti.
 • Sýnir umhyggju þeim iðkendum sem orðið hafa fyrir meiðslum
 • Viðurkennir rétt iðkandans til þess að leita ráða frá öðrum þjálfurum.
 • Sýnir aldrei eða leyfir ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
 • Forðast náið samneyti og óviðeigandi samskipti við iðkendur.
 • Sinnir iðkendum á æfingum en þess utan skaltu halda faglegri fjarðlægð
 • Beittu (iðkanda) aldrei kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu áreiti.
 • Notaðu samskipti í gegnum síma og internetið aðeins til boðunar æfinga og upplýsingagjafar.
 • Ert meðvitaður um hlutverk þitt sem fyrirmynd, bæði utan vallar og innan.
 • Talaðu alltaf gegn neyslu ólöglegra lyfja, fíkniefna, áfengis og tóbaks.
 • Kemur eins fram við alla iðkendur
 • Hafðu ávallt í huga að þú ert að byggja upp fólk, bæði líkamlega og andlega.
 • Forðastu að vera einn með iðkanda.
 • Berð ætíð virðingu fyrir félaginu og starfsmönnum þess.