Æfingagjöld Vor/Sumar 2024

Flokkur Janúar-Ágúst Afsláttur vegna systkina og /eða annarra íþróttar. Athugasemd
2. flokkur ('2005) kr. 99.000 10% Ársgjald jan-des
2. flokkur ('2006, '2007) kr. 149.000 10% Ársgjald jan-des
3. flokkur (´2008,´2009) kr. 116.871 10%
4. flokkur (´2010,´2011) kr. 116.871 10%
5. flokkur (´2012,´2013) kr. 103.737 10%
6. flokkur (´2014,´2015) kr. 82.807 10%
7. flokkur (´2016,´2017) kr. 79.134 10 %
8. flokkur eldra ár '18 kr. 56.874 10%
8. flokkur yngra ár '19 kr. 39.845 10%

Skráningarkerfið sem Knattspyrnufélagið Víkingur notar heitir Sportabler. Sportabler er einfalt skráningaforrit sem auðveldar skráningar og utanumhald til muna.

Með þessu skráningarformi verða skráningar markvissari, allar upplýsingar um iðkendur svo sem sími og netfang eru eins réttar og þær geta orðið.

Þjálfarar geta haldið utan um mætingar iðkenda sinna, stjórnir deilda hafa betra yfirsýn, innheimta verður skilvirkari og allt utanumhald með betra móti en áður.

Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem mikilvægt er að muna, svo skráningarnar gangi vel fyrir sig.

Foreldrar skrá börn sín sjálfir í gegnum skráningarkerfi félagsins og skal skráningu vera lokið fyrir 31. janúar 2024

Miða skal við að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils eða fyrir 31. janúar 2024

Hafi æfingagjöld ekki verið greidd 1. febrúar 2024 er iðkandi fjarlægður úr Sportabler

Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrir hönd Víkings.

Veittur er 10% systkinaafsláttur eða fjölgreinaafsláttur, afsláttur kemur inn á seinna barnið eða seinna námskeiðið.

Hægt er að dreifa greiðslum í Sportabler (kort eða greiðsluseðlar). Eins verður alltaf hægt að semja um greiðslur ef svo ber undir.

Minnum á að hægt er að nýta frístundastyrkinn frá Reykjavíkurborg en hann er kr. 75.000- fyrir árið 2024. Mikilvægt er að ráðstafa styrknum um leið og greitt er.

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið [email protected].

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara iðkandans verður ekki tekin gild.

Æfingagjöld eru ekki endurgreidd nema að góð og gild ástæða sé fyrir því að barnið hætti s.s. búferlaflutningur og/eða meiðsli. Hafa skal samband á [email protected] sem afgreiðir umsóknir. Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með Frístundakorti Reykjavíkurborgar.

Mikilvægt er að hafa samband við Knattspyrnufélagið Víking ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Umsjón með skráningu og innheimtu æfingagjalda er í höndum íþróttastjóra og barna-og unglingaráðs.

Frístundarkort – upplýsingar [email protected] eða koma við á skrifstofu Víkings í Víkinni