Fjáraflanir – klósettpappír og fleira

Víkingur og Garri hafa um árabil verið samstarfsaðilar, sem felst í því að allir flokkar Víkings í handknattleik og knattspyrnu versla allan klósettpappír frá Garra í fjáröflunum sínum.

Í staðinn fær Barna- og unglinaráð Víkings veltutengdan styrk frá Garra, auk þess styður Garri Víking og fær auglýsingu á búningum.

Hérna fyrir neðan er hægt að nálgast upplýsingablöð varðandi fjáröflun og pöntunarblað.

Upplýsingablað – Fjáröflun Garra

Garri fjáröflunarvörur

Garri Fjáröflun – Gluggasett

Garri fjáröflun – Pappír söluverð

Garri fjáröflun- Vileda söluverð

Garri fjáröflun – Gluggasett söluverð

Garri fjáröflun – Pöntunarblað

 

Tengiliður í fjáröflunarsölu hjá Garra er: Elísabet, s. 570-0300, tölvupóstur [email protected]

 

Katrin er gæðavara frá Svíþjóð sem er umhverfisvæn og gæðin tryggja betri heilsu

KATRIN hreinlætispappír er vönduð vara sem hefur verið til sölu á Íslandi í yfir 30 ár. Helstu kostir vörunnar er mikið magn á hverri rúllu og gæði pappírsins. Katrin er sænsk gæðaframleiðsla sem er vottuð með Svansmerkinu. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið. Með því að velja Svansmerkta vöru stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína.

Garri er 40 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á gæðamatvöru og matvælaumbúðum fyrir veitingastaði, hótel, bakarí, mötuneyti, skóla og aðra opinbera aðila og fyrirtæki. Jafnframt sérhæfir Garri sig í heildarlausnum á rekstrar- og hreinlætisvörum fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík og starfa um 80 manns hjá fyrirtækinu.