Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Víkingar í U21 árs landsliðshópnum

16. september 2022 | Knattspyrna
Víkingar í U21 árs landsliðshópnum
Viktor Örlygur Andrason & Logi Tómasson

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 22 manna hóp sem mætir Tékklandi í umspili fyrir lokakeppni EM 2023.

Víkingar eiga tvo fulltrúa í hópnum en þeir Viktor Örlygur Andrason og Logi Tómasson hafa spilað gríðarlega stórt og mikilvægt hlutverk í liði Víkings í sumar. Það er gaman að segja frá því að báðir leikmenn eru uppaldnir leikmenn úr yngri flokka starfi Víkings.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli föstudaginn 24. september næstkomandi kl 16:00, Miðasalan er hafinn í gegnum Tix.is

Seinni leikur liðanna verður spilaður ytra þriðjudaginn 27. september.

Við erum gríðarlega stoltir okkar leikmönnum sem gegna mikilvægu hlutverki í U21 árs landsliði Íslands.