fbpx

Knattspyrnudeild – Yngri flokkar

22. desember 2021 | Knattspyrna
Knattspyrnudeild – Yngri flokkar

Í gegnum tíðina hefur það tíðkast hjá Víkingum að eldri leikmenn í yngri flokka starfinu taki að sér aðstoðarhlutverk í þjálfun yngstu flokka félagsins. Nú í fyrsta skipti var hópnum safnað saman þar sem þjálfarar snæddu kvöldverð og fengu fyrirlestur frá einum af aðalþjálfurum yngri flokka starfsins. Gaman er að sjá hversu margar stelpur eru nú að þjálfa hjá félaginu og höfum við væntingar um að í þessum efnilega hópi sé að finna framtíðarþjálfara hjá félaginu.

 

Ungir og efnilegir þjálfarar Víkings

Jólafögnuður þjálfara Víkings var haldinn síðastliðinn föstudag. Þjálfarar yngri flokka starfsins í knattspyrnu óska iðkendum sínum og fjölskyldum gleðilegra jóla og þakka fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða.

Gleðilega hátíð og bestu kveðjur,

Þjálfarar yngri flokka Víkings í knattspyrnu