Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2024/25
19. september 2024 | Félagið, HandboltiHeimaleikjakort Handknattleiksdeildar eru komin í sölu í Stubb!
Handhafi heimaleikjakorts Víkings fær aðgang að öllum heimaleikjum meistaraflokks karla og kvenna í Grilldeildinni tímabilið 2024-2025.
Athygli er vakin á því að miðaverð á leiki í vetur er 2.000 krónur. Hins vegar er heimaleikjakortið einungis á 11.900 kr.- sem gerir miðaverðið á hvern leik 700 kr.-, sem er gjöf en ekki gjald!
Mætum á völlinn í vetur og hvetjum okkar fólk áfram.
Ykkar stuðningur skiptir máli!
Heimaleikjakort: https://stubb.is/vikingur/passes
Almenn miðasala: https://stubb.is/vikingur/tickets