Endurmennturferð til Möltu

17. september 2021 | Félagið
Endurmennturferð til Möltu
Malta 2021

Dagana 15. ágúst til 31. ágúst heimsótti ég FC.Valletta og flogið var út 15. ágúst með millilendingu í Þýskalandi og þaðan flug til Möltu. Á meðan ferð stóð yfir þá bjó ég í Sliema sem er rétt fyrir undan höfuðborgina Valletta á Möltu.

Ástæða fyrir þessari ferð var að kenna á námskeiði fyrir krakka á aldrinum 8 til 10 ára í 4 daga. Á meðan ég var hjá FC.Valletta dæmdi ég leiki á móti sem félagið hélt fyrir krakkana á æfingasvæðinu. Mótið var haldið seinnipart dags vegna mikils hita, en hitastigið á daginn fer um og yfir 40 gráður. Öll námskeiðin voru full hjá mér og tókust þau mjög vel. Alls um 80 strákar. Yfirmaður FC.Valleta sem ég hef þekkt í nokkur ár bauð mér út og sá hann mjög vel um mig á meðan ég var á hjá þeim. FC.Valletta er eitt stærsta félagsliðið á Möltu og er búið að vera reglulega í Evrópukeppnum á undanförnum árum.

Á meðan ég var á Möltu hitti ég fyrstu konuna sem gerðist atvinnumaður fyrir Maltaverja, María Coppola, og var hún með mér á námskeiðinu einn dag. Tókum við nokkra fundi saman þar sem ég fékk að kynnast hennar ferli og hvert hún stefndi í þjálfun og hvað hún væri að gera í dag en var hún gestaþjálfari á einu námskeiðinu sem ég hélt á meðan ég var í heimssókn hjá félaginu. Einnig hitti ég nokkra eldri leikmenn sem höfðu spilað fyrir Maltverska landsliðið á sínum tíma.

Á meðan á ferð stóð yfir þá hitti ég þjálfara aðalliðs FC.Valletta fyrir æfingu liðsins þar sem hann fór yfir þær æfingar sem framundan, síðan var spjall um hans hugmyndfræði í þjálfun eftir æfinguna. Þjálfari liðsins er frá Portugal og þjálfaði Benfica á sínum tíma áður en hann tók við aðalliði FC.Valletta.

Á meðan dvöl stóð yfir þá var ég á æfingasvæði FC.Valletta og fékk ég að fylgjast með æfingum hjá mismundandi aldurshópum hjá félaginu frá U8 – til aðalliðsins. Aðstaðan á Möltu er ekki eins góð og hér heima, fáir gervigrasvellir og flest allt mjög gamalt. Leikir hjá aðaliðunum eru leiknir á þjóðarleikvangnum National Stadium Ta Qali og eru þar 2 vellir. Annar gervigras og hinn grasvöllur.

Fékk ég að hitta marga þjálfara sem eru þjálfa hjá Academiunni og tók ég spjall við þá um þá hugmyndafræði sem ég nota í minni þjólfun fyrir yngri krakkana. Þeir fræddu mig um þeirra nálgun í þjálfun á mismundandi aldurshópum hjá félaginu.

Var þetta 5.árið sem ég hef farið í námsferð til mismundandi félagsliða í Evrópu, og eru klúbbarnir orðnir 21 talsins sem ég hef heimsótt frá 2015.

Hver ferð hefur tekið tvær til þrjár vikur í senn.

  • Þórarinn Einar Engilbertsson