Viktor Steinn valinn í U15 ára landsliðið

Viktor Steinn Sverrisson, leikmaður 4. flokks Víkings hefur verið valinn í U15 ára landsliðið fyrir komandi verkefni.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 20 manna leikmannahóp sem tekur þátt í UEFA Development Tournament.

Mótið fer fram í Slóveníu dagana 10.-16. október næstkomandi. Á mótinu munu Ísland spila við Sloveníu, Norður Írlandi og Lúxemborg.

Viktor Steinn er kraftmikill sóknarmaður sem skoraði 17 mörk í 8 leikjum á Íslandsmótinu í sumar með 4.flokknum.

Óskum við Viktori Steini innilega til hamingju með landsliðsvalið!

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar