Viktor Steinn skrifar undir sinn fyrsta samning

Viktor Steinn Sverrisson skrifaði fyrir helgi undir sinn fyrsta leikmannasamning við Knattspyrnudeild Víkings en samningurinn er til ársins 2025.

Viktor er aðeins 14 ára gamall og er gríðarlega efnilegur sóknarmaður sem kemur úr yngri flokka starfi Víkings.

Viktor Steinn lék með öllum unglingaliðum Víkings seinasta sumar, eða þ.e. 4, 3, og 2. flokki félagsins. Hann spilaði alls 9 leiki með 4. flokki Víkings seinasta sumar og skoraði hann þar 17 mörk.

 Viktor er kraftmikill sóknarmaður og mikill markaskorari sem getur leyst allar framliggjandi stöður. Hann er ungur en gríðarlega efnilegur leikmaður sem kemur úr yngri flokka starfi Víkings og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni

  • Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Víking og óskum við Viktori innilega til hamingju með sinn fyrsta samning.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar