Viktor Steinn skrifar undir sinn fyrsta samning

Viktor Steinn Sverrisson skrifaði fyrir helgi undir sinn fyrsta leikmannasamning við Knattspyrnudeild Víkings en samningurinn er til ársins 2025.

Viktor er aðeins 14 ára gamall og er gríðarlega efnilegur sóknarmaður sem kemur úr yngri flokka starfi Víkings.

Viktor Steinn lék með öllum unglingaliðum Víkings seinasta sumar, eða þ.e. 4, 3, og 2. flokki félagsins. Hann spilaði alls 9 leiki með 4. flokki Víkings seinasta sumar og skoraði hann þar 17 mörk.

 Viktor er kraftmikill sóknarmaður og mikill markaskorari sem getur leyst allar framliggjandi stöður. Hann er ungur en gríðarlega efnilegur leikmaður sem kemur úr yngri flokka starfi Víkings og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni

  • Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Víking og óskum við Viktori innilega til hamingju með sinn fyrsta samning.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar