Viktor Örlygur framlengir við Víking

Okkar eini sanni Viktor Örlygur Andrason hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025.

Viktor Örlygur Andrason er uppalinn Víkingur sem kemur úr frægum 2000 árgangi Víkings og spilaði upp alla yngri flokka Víkings. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik fyrir Víking árið 2016 þá aðeins 16 ára gamall og kom það sumarið við sögu í þremur leikjum í Pepsi Max deildinni.

Viktor er í dag einn af lykilmönnum Víkings og hefur spilað 135 leiki fyrir meistaraflokk Víkings og skorað í þeim níu mörk. Þá á hann einnig 10 leiki fyrir U21 árs landsliðið og fjóra A landsleiki.

Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð með að hafa framlengt samning Viktors Örlygs og hlakkar til áframhaldandi velgengni á vellinum.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar