Viktor Örlygur framlengir

Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með mikilli Hamingju að okkar eigin Viktor Örlygur Andrason hefur framlengt samning sinn við félagið út árið 2028.

Viktor Örlygur Andrason er uppalinn Víkingur og kemur úr hinum fræga 2000 árgangi Víkings. Viktor spilaði upp alla yngri flokka félagsins og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2016 þá aðeins 16 ára gamall.

Viktor varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur 4 sinnum lyft Mjólkurbikarnum. Hann var einnig lykilmaður í árangri liðsins í Sambandsdeild Evrópu veturinn 2024-2025

Viktor á 251 leik fyrir meistaraflokk Víkings og hefur skorað í þeim 17 mörk. Þá á hann einnig 21 leik fyrir yngri landslið Íslands og 4 A landsleiki.

Til hamingju Viktor og til hamingju Víkingur 🖤❤️

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar