Víkingur – Riga FC: Nánari upplýsingar

Það hafa borist margar fyrirspurnir á skrifstofu Víkings í dag eftir að ljóst var hvaða lið við fáum í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem við munum mæta Riga FC.

Fyrri leikurinn í viðureigninni fer fram ytra eða nánar tiltekið í Riga, Lettlandi. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 13. júlí og virðist vera mikill áhugi á ferðast með liðinu út.

Það er hægt að bóka í gegnum bókunrarsíður á hagstæðu verði til Riga og mun Víkingur auglýsa síðar miðasölu í Víkingshólf á vellinum úti. Það má gera ráð fyrir kostnaði uppá 70-80.000kr á mann fyrir flug+hótel.

Víkingur mun fá úthlutað 5% af heildarfjölda miða á útileikinn og verður því hægt að kaupa miða í gegnum Víking en við munum auglýsa það nánar í næstu viku.

Seinni leikurinn verður spilaður á Heimavelli hamingjunnar, fimmtudaginn 20. júlí og mun miðasalan á leikinn fara fram í gegnum Stubb.is eða Stubb appinu.

Við munum veita nánari upplýsingar í næstu viku.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar