Víkingur – Riga FC: Nánari upplýsingar

Það hafa borist margar fyrirspurnir á skrifstofu Víkings í dag eftir að ljóst var hvaða lið við fáum í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem við munum mæta Riga FC.

Fyrri leikurinn í viðureigninni fer fram ytra eða nánar tiltekið í Riga, Lettlandi. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 13. júlí og virðist vera mikill áhugi á ferðast með liðinu út.

Það er hægt að bóka í gegnum bókunrarsíður á hagstæðu verði til Riga og mun Víkingur auglýsa síðar miðasölu í Víkingshólf á vellinum úti. Það má gera ráð fyrir kostnaði uppá 70-80.000kr á mann fyrir flug+hótel.

Víkingur mun fá úthlutað 5% af heildarfjölda miða á útileikinn og verður því hægt að kaupa miða í gegnum Víking en við munum auglýsa það nánar í næstu viku.

Seinni leikurinn verður spilaður á Heimavelli hamingjunnar, fimmtudaginn 20. júlí og mun miðasalan á leikinn fara fram í gegnum Stubb.is eða Stubb appinu.

Við munum veita nánari upplýsingar í næstu viku.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar