Víkingur – Panathinaikos | Bolt Arena | Helsinki

Kæru Víkingar. Eftir þrotlausa vinnu undanfarnar vikur mun miðasalan á leik okkar gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu í Helsinki hefjast í dag. Fjöldi miða í sölu er meira en tvöfalt meiri en rúmast í stúkuna hér í Hamingjunni og því engin ástæða til að óttast skort á miðum.

Því miður var ekki mögulegt að útbúa sérstakt flug fyrir okkur til Helsinki og því hvetjum við ykkur öll til að bóka flug við fyrsta tækifæri.

Hér má sjá yfirlitsmynd af vellinum en Víkingar verða í rauðmerkta kassanum og aðdáendur Panathinaikos í þeim grænmerkta. Við ásamt starfsfólki HJK erum á vaktinni og munum opna fyrir fleiri sæti um leið og þess þarf.

Áætlað er að miðasala hefjist í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma og munum við senda út hlekk á miðasölusíðu HJK í sér tilkynningu. 2 leiðir eru í boði til að móttaka miðana:

  1. Fá PDF skjal í tölvupósti
  2. Fá miðann sendan sem e-Ticket og þá er hægt að setja hann í Apple Wallet / Google Wallet

Frábært starfsfólk HJK hefur aðstoðað okkur við þessa vinnu og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir samstarfið.

Áfram Víkingur og áfram íslenskur fótbolti!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Vigdís Hauksdóttir ráðin fjármálastjóri Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings og BUR Knd

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þórdís Hrönn í Hamingjuna (staðfest)

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Borðtennis

Víkingar sigursælir á Íslandsmótinu í Borðtennis 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

6 fl. kk yngri Bikarmeistarar!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ársmiðasalan er komin af stað!

Lesa nánar