Frá vinstri á mynd : Svanhildur Dagbjartsdóttir, Ari Sigurpálsson, Valdís María Einarsdóttir, Björn Einarsson, Gunnar Valdimar Johnsen og Auður Brynja Sölvadóttir

Víkingur og Ölgerðin í samstarf

Það gleður okkur að tilkynna að Knattspyrnufélagið Víkingur og Ölgerðin hafa undirritað samstarfssamning sem gildir til ársins 2026. Það þýðir að Ölgerðin verður einn af aðalstyrktaraðilum félagsins á þeim tíma.

Það voru þau Björn Einarsson formaður Víkings og Valdís María Einarsdóttir sölustjóri á Fyrirtækjasviði sem undirrituðu samninginn í Ölgerðinni. Ásamt þeim voru leikmenn frá Knattspyrnudeild Svanhildur Dagbjartsdóttir og Ari Sigurpálsson og frá Handboltadeild Gunnar Valdimar Johnsen og Auður Brynja Sölvadóttir

Valdís María Einarsdóttir sölustjóri á Fyrirtækjasviði Ölgerðarinnar

„Við í Ölgerðinni erum gríðarlega ánægð og stolt með það að vera komin í samstarf með Víking.
Víkingur er ákaflega metnaðarfullt félag líkt og Ölgerðin og sjáum við fram á spennandi samstarf með okkar helstu vörumerkjum.“

Björn Einarsson formaður Víkings

„Vegferð Víkings snýr að mörgum þáttum – á sama tíma og það er skýr krafa um árangur í karla – og kvennaliðum félagsins þá viljum líka vinna með bestu samstarfsaðilunum sem völ er á og falla vel að vörumerki Víkings og þeim metnaði sem félagið stendur fyrir. Nýtt samstarf okkar við Ölgerðina er mikilvægt skref í vegferð okkar.“

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar