Víkingur og KR víxla á heimaleikjum
18. apríl 2023 | Knattspyrna, FélagiðVíkingur hefur samþykkt beiðni KR um að víxla á heimaleikjum í Bestu deild karla.
Liðin mætast í næstu umferð deildarinnar, þriðju umferðinni, og fer leikurinn fram á Víkingsvelli á mánudag klukkan 19:15.
Leikurinn var upphaflega skráður á Meistaravelli en heimavöllur KR er ekki tilbúinn og því var heimaleikjunum víxlað. Leikurinn átti upphaflega að hefjast klukkan 18:00 en var seinkað um 75 mínútur.
Seinni leikur liðanna fer svo fram á Meistaravöllum þann 23. júlí í 16. umferð deildarinnar.