Víkingur og Húsasmiðjan naglfesta aðalstyrktarsamning

Húsasmiðjan og Víkingur hafa endurnýjað samstarfs- og auglýsingasamning sinn til næstu tveggja ára og verður Húsasmiðjan því aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar Víkings.

Húsasmiðjan er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði og á því vel heima á bringu búninga sigursælla liða Víkings í karla- og kvennaflokki, meistaraflokka og yngri flokka. 

„Húsasmiðjan hefur stutt við bakið á Víkingi um langt árabil og verið aðalstyrktaraðili félagsins síðustu tvö ár.  Í ljósi góðs árangurs beggja aðila undanfarið kom ekki annað til greina en að endurnýja þetta öfluga samstarf og styðja áfram við þá öflugu uppbyggingu og árangur sem átt hefur sér stað hjá Víkingi síðustu árin.  Metnaður og liðsheild eru meðal kjarnagilda okkar hjá Húsasmiðjunni en þau gildi tóna vel við afrekslið meistaraflokka og metnaðarfullt yngri flokka starf nágranna okkar hjá Víkingi.“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.

„Við fögnum því að Húsasmiðjan verði áfram styrktaraðili Víkings í bæði knattspyrnu og handknattleik, enda hugarfar sigurvegara aðalsmerki beggja aðila. Víkingur er í sterkri stöðu og hefur náð góðum árangri og það er m.a. að þakka dyggum stuðningi styrktaraðila á borð við Húsasmiðjuna. Nýr búningur okkar, með merki Húsasmiðjunnar á bringunni, var kynntur á dögunum og það er ánægjulegt hversu góðar viðtökur hann hefur fengið. Framundan er skemmtilegt sumar þar sem leikgleðin ræður ríkjum og við hlökkum til að sjá sem flesta stuðningsmenn á vellinum,“ segir Björn Einarsson, formaður Víkings.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar