fbpx

Víkingur og Bodylab í samstarf út árið 2026

2. júlí 2024 | Knattspyrna
Víkingur og Bodylab í samstarf út árið 2026
Frá vinstri á mynd : Jón Guðni Fjóluson, Stefán F. Jónsson, Heimir Gunnlaugsson, Linda Líf Boama

Knattspyrnudeild Víkings og Bodylab hafa undirritað samstarfssamning  sem gildir út árið 2026. Samstarfið felur í sér að meistaraflokkar félagsins  munu einungis nota fæðubótarefni frá Bodylab fyrir og eftir æfingar og leiki.

Bodylab er danskt heilsu- og lífstílsvörumerki sem hefur notið gríðarlegra vinsælda í Skandinavíu og víðar síðastliðin ár.  Bodylab eru með mikið úrval af hinum ýmsu próteinbættu vörum og er duglegt að koma með skemmtilegar nýjungar inn á markaðinn.

Það voru Heimir Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Víkings og Stefán F. Jónsson rekstrarstjóri Bodylab á Íslandi sem undirrituðu samninginn í Hæðargarði, lyftingarsal Víkings.  Ásamt þeim voru leikmenn frá Knattspyrnudeild, Jón Guðni Fjóluson og Linda Líf Boama.

Stefán F. Jónsson rekstrarstjóri Bodylab á Íslandi
„Það er afar ánægjulegt að Bodylab og Knattspyrnudeild Víkings hafi undirritað samstarfssamning þess efnis að karla og kvennalið meistarflokks félagsins muni nota fæðubótaefni frá Bodylab. Bodylab fæðubótaefni stuðla að auknum krafti, úthaldi, góðri endurheimt og vellíðan sem nauðsynleg eru fyrir íþróttafólk í krefjandi verkefnum”

Heimir Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Víkings.
“Það er mikið gleðiefni fyrir knattspyrnudeild Víkings að hefja samtarf við Bodylab. Karla og kvennalið félagsins eru undir miklu álagi og því mikilvægt að leikmenn hafi aðgang að bestu mögulegu fæðubótarefnum.”