Víkingur – ÍA 24.maí 2025

Skagamenn komu í heimsókn í Hamingjuna í gærkvöldi og aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru til algjörrar fyrirmyndar. Logn, ágætlega hlýtt og smá raki í loftinu. Leikurinn var mjög skemmtilegur áhorfs og í raun furðulegt að einungis 3 mörk hafi verið skoruð.

Leikurinn endaði 2-1 fyrir Víking og mörk okkar Víkinga skoruðu Helgi Guðjónsson og Stígur Diljan Þórðarson. Ljósmyndari VíkingurTV var á svæðinu og smellti af nokkuð mörgum myndum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir en alla myndaveisluna má sjá með því að smella hér.

Meistaraflokkur kvenna eru komnar í stutt frí vegna landsleikja en strákarnir mæta næst Vestra á Ísafirði þann 29.05.2025. Næsta verkefni er svo annar útileikur gegn Breiðablik þann 1.júní og 7.júní snúa stelpurnar til baka þegar FH kemur í heimsókn í Hamingjuna. Við hlökkum til að sjá ykkur á Ísafirði, í Kópavogi og svo í Hamingjunni. ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar