Víkingur í undanúrslit Lengjubikars karla
15. mars 2023 | KnattspyrnaVíkingur vann riðil 3 í A-deild Lengjubikarsins með fullt hús stiga eftir að hafa unnið 3-0 sigur á Aftureldingu á Malbikstöðinni við Varmá í gærkvöldi.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Logi Tómasson sem kom Víkingum á bragðið. Arnór Borg Guðjohnsen bætti við öðru á 60. mínútu og hömruðu Víkingar járnið meðan það var heitt því Nikolaj Hansen skoraði þriðja markið aðeins nokkrum sekúndum síðar.
Víkingur endar því riðillinn með fullt hús stiga eftir 5 leiki.
Við mætum Val í undanúrslitum Lengjubikarsins næstkomandi laugardag á Víkingsvelli kl 14:00. Við hvetjum alla Víkinga til að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og styðja strákanna til sigurs!