Víkingur í undanúrslit Lengjubikars karla

Víkingur vann riðil 3 í A-deild Lengjubikarsins með fullt hús stiga eftir að hafa unnið 3-0 sigur á Aftureldingu á Malbikstöðinni við Varmá í gærkvöldi.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Logi Tómasson sem kom Víkingum á bragðið.  Arnór Borg Guðjohnsen bætti við öðru á 60. mínútu og hömruðu Víkingar járnið meðan það var heitt því Nikolaj Hansen skoraði þriðja markið aðeins nokkrum sekúndum síðar.

Víkingur endar því riðillinn með fullt hús stiga eftir 5 leiki.

Við mætum Val í undanúrslitum Lengjubikarsins næstkomandi laugardag á Víkingsvelli kl 14:00. Við hvetjum alla Víkinga til að fjölmenna á völlinn á laugardaginn og styðja strákanna til sigurs!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar