Víkingur í Olísdeildina næsta vetur!

Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur.

“Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára.
Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það.

Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag.

Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni.

Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings.

Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið.” Segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar