Þjálfarar yngri landsliða kvenna hafa valið æfingahópa sem koma saman í komandi viku og fara æfingarnar fram á höfuðborgarsvæðinu. Víkingur á þar flotta fulltrúa!
Ásdís Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir, þjálfarar U-15 ára landsliðsins hafa valið þær Tinnu Víðisdóttur og Sonju Guðrúnu Hafþórsdóttur í æfingahóp liðsins.
Grétar Áki Andersen og Sólveig Lára Kjærnested, þjálfarar U-18 ara landsliðsins hafa valið Valgerði Elínu Snorradóttur í æfingahóp liðsins.
Glæsilegar og efnilegar stelpur hér á ferð!