fbpx

Víkings stelpur í landsliðsverkefni

9. júlí 2022 | Knattspyrna, Félagið
Víkings stelpur í landsliðsverkefni
1. Katla Sveinbjörnsdóttir (M), 6. Bergdís Sveinsdóttir & 7. Sigdís Eva Bárðardóttir

Þær Katla Sveinbjarnardóttir, Bergdís Sveinsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir fóru allar á kostum þegar Íslenska U-16 ára landslið kvenna tók þátt á Opna Norðurlandamótinu sem haldið var í Noregi dagana 1. – 7.júlí.

Fyrsti leikur liðsins var gegn Noregi þar sem Ísland tapaði 5-2 þrátt fyrir að Íslenska liðið hafi sýnt góða frammistöðu í leiknum. Katla og Sigdís voru á sínum stað í byrjunarliði liðsins en Bergdís koma inná eftir 79. Mínútna leik og skoraði seinast mark liðsins á 85. mínútnu þegar hún minnkaði muninn fyrir Íslenska liðinu.

Stelpurnar spilaðu gegn Indalandi í seinni leik sínum á mótinu og vann þar glæsilega 0-3 sigur. Bergdís og Sigdís voru báðar í byrjunarliði en Katla var ónotaður varamaður í leiknum.

Seinasti leikur stelpnanna var gegn Finnlandi þar sem spilað var um 5. sæti á mótinu og vann Íslenska liðið þar glæsilegan 3-2 sigur. Katla, Bergdís og Sigdís voru allar á sínum stað í byrjunarliði og spiluðu allan leikinn.

Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu leikmönnum Víkings sem hafa spilað stórt hlutverk með Víkings liðinu í sumar & U-16 ára landsliðinu á árinu.