Sölvi og Stígur Diljan

Víkingar valdnir í U-16 ára landslið

Stígur Diljan og Sölvi hafa verið valdir í u-16 ára landsliðið sem heldur til Svíþjóðar að keppa í UEFA Development Tournament 11.-16. maí. Þar munu þeir etja kappi við landslið Svía, Sviss og Írlands.

Stígur sem spilaði nýverið sinn fyrsta leik í Bestu deildinni á tvo landsleiki að baki og tvö mörk.
Sölvi er einn af fjórum leikmönnum í hópnum sem eru árinu yngri en hinir og er að fara í sitt fyrsta landsliðsverkefni. Sölvi spilaði stóra rullu þegar 4.flokkurinn okkar var Íslandsmeistari síðasta sumar.

Við erum hrikalega stolt af þessum efnilegu leikmönnum okkar og óskum þeim góðs gengis!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Bröndby – Víkingur í beinni á Livey

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Bröndby – Víkingur

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ashley Clark til Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Nikolaj Hansen framlengir út 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Víkingur – Bröndby

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar