Víkingar valdir í yngri landslið Íslands
22. september 2023 | KnattspyrnaYngri landslið Íslands í knattspyrnu spila nokkra leiki í flestum aldurshópum á næstu dögum og eigum við Víkingar nokkra fulltrúa í hópunum
U15 kvenna: Þær Anika Jóna & Arna Ísold hafa verið valdir fyrir úrtaksæfingar 27.-29. september næstkomandi. Einnig fara fram tveir leikir á Kópavogsvelli þann 28. september.
U17 kvenna: Freyja Stefánsdóttir, leikmaður mfl kvk hefur verið valinn í hópinn sem mun taka þátt í undankeppni EM dagana 10.-19. október. Liðið á leik við Pólland 12. október og mætir síðan Írlandi 15. október. Báðir leikir fara fram í Póllandi.
Við óskum þessum leikmönnum innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis í komandi verkefnum!