Frá vinstri Sigdís, S.Katla & Bergdís eftir leik með U16 ára landsliði Íslands fyrr í vetur

Víkingar í yngri landsliðum Íslands U15, U16 og U17 kvenna

Víkingar á úrtaksæfingum í U16 ára og U15 ára landsliðum Íslands og góður árangur hjá stelpunum í U17.

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna hefur valið þær Emblu Dögg Aðalsteinsdóttur og S. Kötlu Sveinbjörnsdóttur í hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 4.-6. apríl.

Einnig fara fram á sama tíma úrtaksæfingar hjá U15 ára landsliði Íslands og hefur Ólafur Ingi Skúlason þjálfari liðsins valið þær Birgittu Rún Ingvadóttur og Þórdísi Emblu Sveinbjörnsdóttur að taka þátt í æfingunum.

Þá spiluð þær Sigdís Eva Bárðardóttir og Bergdís Sveinsdóttir með U17 ára landsliði Íslands í undankeppni EM 2022 á Írlandi þar sem liðið var hársbreidd frá því að næla sér í sæti í lokakeppni EM en liðið missti af sætinu á markatölu.

Til hamingju stelpur og áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar