fbpx

Víkingar í yngri landsliðum Íslands U15, U16 og U17 kvenna

30. mars 2022 | Knattspyrna
Víkingar í yngri landsliðum Íslands U15, U16 og U17 kvenna
Frá vinstri Sigdís, S.Katla & Bergdís eftir leik með U16 ára landsliði Íslands fyrr í vetur

Víkingar á úrtaksæfingum í U16 ára og U15 ára landsliðum Íslands og góður árangur hjá stelpunum í U17.

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna hefur valið þær Emblu Dögg Aðalsteinsdóttur og S. Kötlu Sveinbjörnsdóttur í hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 4.-6. apríl.

Einnig fara fram á sama tíma úrtaksæfingar hjá U15 ára landsliði Íslands og hefur Ólafur Ingi Skúlason þjálfari liðsins valið þær Birgittu Rún Ingvadóttur og Þórdísi Emblu Sveinbjörnsdóttur að taka þátt í æfingunum.

Þá spiluð þær Sigdís Eva Bárðardóttir og Bergdís Sveinsdóttir með U17 ára landsliði Íslands í undankeppni EM 2022 á Írlandi þar sem liðið var hársbreidd frá því að næla sér í sæti í lokakeppni EM en liðið missti af sætinu á markatölu.

Til hamingju stelpur og áfram Víkingur!