Víkingar í yngri landsliðum Íslands

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nokkra landsliðshópa fyrir komandi landsleiki hjá yngri landsliðum Íslands.

U17 ára karla – Hópurinn sem tekur þátt í milliriðlum undankeppni EM 2023

Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Wales og Skotlandi. Þau lið sem vinna sína riðla fara áfram í lokakeppnina ásamt þeim sjö liðum með bestan árangur í öðru sæti riðlanna, en leikið er í átta riðlum. Riðillinn verður leikinn í Wales dagana 22.-28. mars.

Sölvi Stefánsson, leikmaður 2. flokks Víkings var valinn í hópinn en hann hefur einnig verið að taka sín fyrstu skref með meistaraflokk karla og komið til sögu í nokkrum leikjum hjá meistaraflokknum í vetur. Þá hefur Stígur Diljan Þórðarson einnig verið valinn í hópinn en Stígur er uppalinn Víkingur en hann var seldur til Benfica seinasta sumar þar sem hann leikur með unglingaliðum félagsins í dag.

U17 ára kvenna – Hópurinn fyrir aðra umferð undankeppni EM 2023

Ísland er í B deild undankeppninnar og á því ekki möguleika á sæti í lokakeppninni. Liðið mætir Albaníu og Lúxemborg, en leikið er í Albaníu. Takist Íslandi að vinna riðilinn þá kemst liðið upp í A deild fyrir fyrri umferð undankeppni EM 2024.

Freyja Stefánsdóttir, Sigdís Eva Bárðardóttir & Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, leikmenn Víkings hafa verið valdar í hópinn. Þrátt fyrir ungan aldur þeirra leika þær allar mikilvægt hlutverk í efnilegu liði meistaraflokk kvenna sem situr á toppi B riðils með 10 stig eftir 4 leiki spilaða. Katla leikur í markinu og þá leika Sigdís og Freyja á sitthvoru köntunum.

U19 karla – Hópurinn fyrir milliriðla undankeppni EM 2023

Ísland er í riðli með Englandi, Tyrklandi og Ungverjalandi, en leikið er á Englandi dagana 22.-28. mars. Efsta lið riðilsins fer beint áfram í lokakeppnina sem fer fram á Möltu dagana 3.-16. júlí 2023.

Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður meistaraflokks karla var valinn í hópinn. Gísli kom frá Bologna til Víkings seinasta sumar og er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur verið að fá tækifæri með Víkinsliðinu í vetur. Hann varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni rétt áður en undirbúningstímabil hófst. en hann er kominn aftur á gott skrið eftir meiðslin og verður spennandi að fylgjast með honum í Víkingsliðinu í sumar.

Við óskum öllum leikmönnunum innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis í sínum verkefnum.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar