Víkingar í yngri landsliðum!

Kæru Víkingar. Yngri iðkendur okkar í knattspyrnudeild Víkings eru á ferð og flugi þessa dagana og hér kemur það helsta frá september og það sem er framundan í október.

Freyja Stefánsdóttir hefur verið valin til æfinga með U19 landsliði kvenna sem fram fara 21-23 október í Miðgarði í Garðabæ. Æfingarnar eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026. Ísland er þar í riðli með Portúgal, Danmörku og Kosóvó og verður hann leikinn dagana 26. nóvember – 2. desember.

Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir voru valdar til æfinga með U17 landsliði kvenna sem æfir dagana 22 og 23 október næstkomandi. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2026. Ísland mætir þar Slóveníu og Færeyjum í fyrri umferð undankeppninnar, en leikið verður í Slóveníu. Ísland mætir Færeyjum 8. nóvember og Slóveníu 11. nóvember.

Þorri Ingólfsson hefur verið valinn til í hóp U17 landsliðs karla sem tekur þátt í undankeppni EM 2026 sem fram fer í Georgíu dagana 22-28.október næstkomandi. Ísland mætir þar Georgíu og Grikklandi. Þorri var einnig valinn til þátttöku í æfingum U17 landsliðs karla dagana 2-4.október síðastliðinn.

Gestur Alexander Ó. Hafþórsson var valinn í hóp U16 landsliðs karla sem tók þátt í æfingamóti í Finnlandi dagana 23-26 september. Ísland mætti þar Eistlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi.

Ásta Sylvía Jóhannsdóttir hefur verið valin í hóp U16 landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 13-15. október.

Glæsilegir fulltrúar Víkings hér á ferð 🖤❤️

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagný Rún Pétursdóttir framlengir til loka árs 2027

Lesa nánar