Víkingar í yngri landsliðum!

Kæru Víkingar. Yngri iðkendur okkar í knattspyrnudeild Víkings eru á ferð og flugi þessa dagana og hér kemur það helsta frá september og það sem er framundan í október.

Freyja Stefánsdóttir hefur verið valin til æfinga með U19 landsliði kvenna sem fram fara 21-23 október í Miðgarði í Garðabæ. Æfingarnar eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2026. Ísland er þar í riðli með Portúgal, Danmörku og Kosóvó og verður hann leikinn dagana 26. nóvember – 2. desember.

Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir voru valdar til æfinga með U17 landsliði kvenna sem æfir dagana 22 og 23 október næstkomandi. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2026. Ísland mætir þar Slóveníu og Færeyjum í fyrri umferð undankeppninnar, en leikið verður í Slóveníu. Ísland mætir Færeyjum 8. nóvember og Slóveníu 11. nóvember.

Þorri Ingólfsson hefur verið valinn til í hóp U17 landsliðs karla sem tekur þátt í undankeppni EM 2026 sem fram fer í Georgíu dagana 22-28.október næstkomandi. Ísland mætir þar Georgíu og Grikklandi. Þorri var einnig valinn til þátttöku í æfingum U17 landsliðs karla dagana 2-4.október síðastliðinn.

Gestur Alexander Ó. Hafþórsson var valinn í hóp U16 landsliðs karla sem tók þátt í æfingamóti í Finnlandi dagana 23-26 september. Ísland mætti þar Eistlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi.

Ásta Sylvía Jóhannsdóttir hefur verið valin í hóp U16 landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 13-15. október.

Glæsilegir fulltrúar Víkings hér á ferð 🖤❤️

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar