Gísli Gottskálk og Sigurður Steinar

Víkingar í U19 ára landsliðið

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í fyrstu umferð undankeppni EM 2023.

Ísland er í riðli með Frakklandi, Skotlandi og Kasakstan. Leikið er í Skotlandi dagana 16.-22. nóvember. Tvö efstu liðin ásamt liðinu með bestan árangur í þriðja sæti fara áfram í milliriðla sem leiknir verða í vor. Lokakeppnin fer fram á Möltu 3.-16. júlí 2023.

Það eru tveir leikmenn Víkings í landsliðshópnum en það eru þeir Gísli Gottskálk Þórðarson & Sigurður Steinar Björnsson sem hafa báðir verið hluti af meistaraflokk karla í sumar. Gísli og Sigðurur eru gríðarlega efnilegir og verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi tímabili hjá Víking

Við viljum óskum leikmönnunum okkar til hamingju með valið og góðs gengis.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar