fbpx

Víkingar í landsliðsverkefnum

18. nóvember 2022 | Knattspyrna
Víkingar í landsliðsverkefnum
Myndir: Hulda Margrét ljósmyndari / photography

U19, U21 og A landslið karla eru öll í landsliðsverkefnum þessa dagana og á Víkingur fulltrúa í U19 ára og U21 ára landsliðunum.

U19 ára landsliðið spilaði á dögunum leik gegn Skotlandi sem hluti af undankeppni EM 2023. Ísland var betri aðlinn í leiknum og sigraði 1-0 með marki frá Orra Steini, leikmanni FC Kaupmannahöfn.

Víkingur á tvo fulltrúa í liðinu. Gísli Gottskálk Þórðarson var í byrjunarliði Íslands í leiknum á miðjunni en var skipt af velli á 72. mín eftir glæsilegan leik hjá honum á miðjunni. Þá var Sigurður Steinar Björnsson ónotaður varamaður í leiknum.

U21 ára landslið Íslands spilaði vináttuleik gegn Skotlandi fyrir fram 2.128 áhorfendur á Fir Park vellinum. Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric, leikmenn Víkings voru báðir í byrjunarliði liðsins gegn Skotlandi.

Ég spilaði sem framherji og Ari sem vinstri kantmaður. Við spiluðum mjög góðan fótbolta, þrátt fyrir að þetta var okkar fyrsti leikur saman og fyrsti u21 leikur hjá nokkrum þá fannst við þora að spila fótbolta og þora að fá boltan undir pressu.
Ég er virkilega anægður með mína framistöðu í leiknum,og tek mjög mikin lærdóm frá þessum leik þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila þar sem voru fullt af fólki og geggjaður völlur

  • Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings um sinn fyrsta leik með U21 árs landsliðinu

Þá var Kristall Máni Ingason sem var seldur til Rosenborg í sumar einnig í byrjunarliði og skoraði bæði mörk liðsins. Ari og Danijel spiluðu gríðarlega vel í leiknum.

Liðið spilaði virkilega vel, sérstaklega i seinni hálfleik, við byjuðum leikinn smá illa. Ég er nokkuð sáttur með mína frammistöðu, var að koma með hættuleg hlaup inná milli en hefði verið sætt að skora. Það er geggjuð tilfinning að spila fyrir landsliðið og maður reynir að leggja sig allan fram þær minutur sem maður spilar.

Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings um leikinn með U21 árs landsliðinu í gær

Þess má einnig gamans geta að A landslið karla spilar þessa daganna á Baltic Cup og er kominn í úrslitaleik mótsins eftir sigur gegn Litháen eftir vítaspyrnukeppni þar Aron Elís Þrándsson uppalinn Víkingur skoraði sigurmarkið í vítaspyrnukeppninni.