Víkingar í landsliðs verkefnum
23. ágúst 2022 | KnattspyrnaMargrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið Bergdísi Sveinsdóttir, leikmann Víkings í 20 manna hóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum. Leikið verður gegn Svíþjóð og Noregi í Svíþjóð, dagana 2.-7. september.
——————————————————————————————————-
U15 ára landslið karla lék tvo vináttuleiki gegn Færeyjum á dögunum en þar átti Víkingur nokkra fulltrúa þeir, Guðjón Ármann Jónsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson, Jochum Magnússon & Þorri Heiðar Bergmann komu allir við sögu í leikjunum og stóðu sig virkilega vel. Fyrri leikurinn gegn Færeyjum fór 0-4 og seinni 0-1 fyrir Íslandi
——————————————————————————————————-
Þá hefur U17 ára landsliði Íslands lokið þátttöku sinni á Telki Cup í Ungverjalandi. Þeir spiluðu jafna leiki við Ungverja (2-4) og Tyrki (1-2) en fengu svo skell í síðasta leiknum gegn Króötum. Sölvi spilaði alla leikina í hjarta varnarinnar á meðan að Stígur, sem að við Víkingar seldum nýverið til Benfica spilaði aðallega sem kantmaður. Stígur skoraði mark Íslands gegn Tyrkjum.
Næst á dagskrá hjá þeim er undankeppni EM þar sem að þeir eru með Frakklandi, Lúxemborg og Makedóníu í riðli.