Víkingar eiga fulltrúa í Íslenska U19 kvenna, U17 Karla & U15 karla.

Víkingar í landsliðs verkefnum

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U-19 kvenna, hefur valið Bergdísi Sveinsdóttir, leikmann Víkings í 20 manna hóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum. Leikið verður gegn Svíþjóð og Noregi í Svíþjóð, dagana 2.-7. september.

——————————————————————————————————-

U15 ára landslið karla lék tvo vináttuleiki gegn Færeyjum á dögunum en þar átti Víkingur nokkra fulltrúa þeir, Guðjón Ármann Jónsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson, Jochum Magnússon & Þorri Heiðar Bergmann komu allir við sögu í leikjunum og stóðu sig virkilega vel. Fyrri leikurinn gegn Færeyjum fór 0-4 og seinni 0-1 fyrir Íslandi

——————————————————————————————————-

Þá hefur U17 ára landsliði Íslands lokið þátttöku sinni á Telki Cup í Ungverjalandi. Þeir spiluðu jafna leiki við Ungverja (2-4) og Tyrki (1-2) en fengu svo skell í síðasta leiknum gegn Króötum. Sölvi spilaði alla leikina í hjarta varnarinnar á meðan að Stígur, sem að við Víkingar seldum nýverið til Benfica spilaði aðallega sem kantmaður. Stígur skoraði mark Íslands gegn Tyrkjum.

Næst á dagskrá hjá þeim er undankeppni EM þar sem að þeir eru með Frakklandi, Lúxemborg og Makedóníu í riðli.

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar