Víkingar í landsliðs verkefnum

Víkingur mun eiga nokkra fulltrúa í yngri landsliðum sem munu koma saman og æfa á næstu dögum.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp sem æfir dagana 30. janúar – 1. febrúar. Þeir Bjarki Már Ásmundsson, Jochum Magnússon, Haraldur Ágúst Brynjarsson & Þorri Heiðar Bergmann, leikmenn 3 & 2. flokks Víkings hafa verið valdir til að taka þátt á æfingunum.

Þá hefur Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið sinn hóp sem æfir dagana 23.-25. janúar. En þeir Gísli Gottskálk Þórðarson & Sigurður Steinar Björnsson leikmenn meistaraflokks karla hafa báðir verið valdir í hópinn. Sigurður Steinar var á dögunum lánaður til Gróttu fyrir komandi keppnistímabil.

Lúðvík Gunnarsson, nýráðinn landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 25.-27. janúar. þar á Víkingur einn fulltrúa en Sölvi Stefánsson, leikmaður 3. & 2. flokks Víkings tekur þátt í því verkefni en hann hefur verið að fá tækifæri að undanförnu með meistaraflokk karla.

Þá mun Víkingur eiga nokkra fulltrúa í Hæfileikamótun stúlkna hjá KSÍ en þær Anika Jóna Jónsdóttir, Arna Ísold Stefánsdóttir, Álfhildur Ester Sigurðardótttir & Þóra María Hjaltadóttir, leikmenn 4. flokks kvenna hafa allar verið valdar í hópinn

Framtíðin er greinilega björt í Víkinni og óskum við öllum okkar leikmönnum góðs gengis í komandi landsliðs verkefnum.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar