fbpx

Víkingar í landsliðs verkefnum

20. janúar 2023 | Knattspyrna
Víkingar í landsliðs verkefnum

Víkingur mun eiga nokkra fulltrúa í yngri landsliðum sem munu koma saman og æfa á næstu dögum.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp sem æfir dagana 30. janúar – 1. febrúar. Þeir Bjarki Már Ásmundsson, Jochum Magnússon, Haraldur Ágúst Brynjarsson & Þorri Heiðar Bergmann, leikmenn 3 & 2. flokks Víkings hafa verið valdir til að taka þátt á æfingunum.

Þá hefur Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið sinn hóp sem æfir dagana 23.-25. janúar. En þeir Gísli Gottskálk Þórðarson & Sigurður Steinar Björnsson leikmenn meistaraflokks karla hafa báðir verið valdir í hópinn. Sigurður Steinar var á dögunum lánaður til Gróttu fyrir komandi keppnistímabil.

Lúðvík Gunnarsson, nýráðinn landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 25.-27. janúar. þar á Víkingur einn fulltrúa en Sölvi Stefánsson, leikmaður 3. & 2. flokks Víkings tekur þátt í því verkefni en hann hefur verið að fá tækifæri að undanförnu með meistaraflokk karla.

Þá mun Víkingur eiga nokkra fulltrúa í Hæfileikamótun stúlkna hjá KSÍ en þær Anika Jóna Jónsdóttir, Arna Ísold Stefánsdóttir, Álfhildur Ester Sigurðardótttir & Þóra María Hjaltadóttir, leikmenn 4. flokks kvenna hafa allar verið valdar í hópinn

Framtíðin er greinilega björt í Víkinni og óskum við öllum okkar leikmönnum góðs gengis í komandi landsliðs verkefnum.