Heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum er nú lokið og átti Víkingur þrjá af sex keppendum Íslands.
Það voru þau Bjarna Þór Hauksson, Elínu Elmarsdóttir Van Pelt og Eyrúnu Erlu Gestsdóttir.
Þau kepptu í svigi og stórsvigi á mótinu. Bjarni Þór hafnaði í 30.sæti í stórsvigi en hlekktist því miður á í fyrri ferð í svigi og kláraði ekki keppni.
Elín hafnaði í 31. sæti í svigi og 41. sæti í stórsviginu. Eyrún Erla hafnaði í 37. sæti í svigi og 47. sæti í stórsvigi.
Frábær árangur hjá þeim öllum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti


Bjarni Þór Hauksson