Velkominn Þorsteinn

Þorsteinn Magnússon í Víking Knattspyrnudeild Víkings hefur ráðið Þorstein Magnússon til starfa fyrir félagið. Þorsteinn kemur inn í teymið með John Henry Andrews og tekur við af Andra Marteinssyni sem aðstoðarþjálfari hjá 2.flokki og meistaraflokki kvenna. Þá mun Þorsteinn sjá um markmannsþjálfun hjá 3. og 4.flokki karla og kvenna hjá félaginu ásamt að koma af mótun markmannsþjálfunar fyrir yngstu iðkendurnar. 

Þorsteinn hefur gríðarlega mikla reynslu á sínu sviði og hefur komið víða við.

Núna síðast starfaði hann hjá kvennaliði Kristianstad í Svíþjóð með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni og fyrir það hjá bæði Fylki og ÍBV.

Þorsteinn er með UEFA A þjálfaragráðu, KSÍ Markmannsgráðu og UEFA A gráðu í markmannsþjálfun. 

Við bjóðum Þorstein velkominn til starfa og væntum mikils af honum.

 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar