mynd fótbolti.net

Vegna leiks Víkings og Leiknis R. á laugardag:

Víkin opnar klukkan 12:00 á laugardaginn með veitingasölu og sölu á derhúfum, treflum og annars konar varningi. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 14:00. Við hvetjum fólk til þess að mæta snemma á völlinn og ganga að heiman, ef það er möguleiki.
Við getum lofað mikilli stemningu í íþróttasalnum fyrir leik þar sem Víkingar munu hittast og hita upp fyrir leikinn. Einnig verða sölubásar á hefðbundnum svæðum utandyra.

Víkin er eitt sóttvarnarhólf á leiknum og eru stuðningsmenn ýmist með sæti í stúkunni eða stæði. Staðsetning kemur fram í Stubbi þar sem allir miðar eru aðgengilegir. Mikilvægt er að allir virði þá miða sem þeir hafa til ráðstöfunar, hvort sem þeir eru í stúku eða stæði.

ALLIR sem eru 16 ára og eldri og eiga aðgöngumiða á leikinn þurfa að fara í hraðpróf og framvísa neikvæðri niðurstöðu við innganginn á völlinn – ásamt aðgöngumiða. Hraðpróf eru opin alla virka daga frá 08:00 til 12:00 og frá 12:45 til 20:00. Hraðpróf, sem er ókeypis, er pantað í gegnum slóðina hradprof.covid.is fyrir próf á Suðurlandsbraut og einnig á vefsíðunni testcovid.is hjá Öryggismiðstöðinni. Staðsetningar tveggja skimunarstöðva Öryggismiðstöðvarinnar í Reykjavík eru í Húsi verslunar við hliðina á Kringlunni annars vegar og BSÍ hins vegar.
Hraðpróf má ekki vera eldra en 48 klst gamalt og ekki nægir að framvísa vottorði um fyrri sýkingu. Við inngang í Víkina verður QR kóði skannaður sem staðfestir neikvætt COVID-19 hraðpróf.

Við hlökkum mikið til að taka á móti okkar frábæru stuðningsmönnum og eiga magnaða stund saman á laugardaginn. Tökum höndum saman og gerum þennan dag eftirminnilegan og jákvæðan með frábærum stuðningi við strákana okkar.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar