Víkingur og KA mættust einnig í fyrra í úrslitum Mjólkurbikarsins

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins – miðasala

Kæru Víkingar. Laugardaginn 21.september mætast KA og Víkingur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins annað árið í röð. Strákarnir ætla að sækja fimmta Mjólkurbikarinn í röð og við þurfum að fylla Laugardalinn af Víkingum.

Miðaverð fyrir 17 ára og eldri er 2.500 kr. en fyrir 16 ára og yngri 500 kr. Miðaverð hækkar svo upp í 3.500 kr. fyrir fullorðna á leikdegi og því er mjög snjallt að tryggja sér miða fljótt og vel.

Líkt og undanfarin ár er selt í númeruð sæti í stúku og því mikilvægt að huga að því þegar miðar eru keyptir t.d. ef hópar vilja sitja saman.

Forsala fyrir ársmiðahafa Víkings hefst kl. 12:00 þriðjudaginn 10.september og munu ársmiðahafar fá SMS með hlekk á miðasöluna.

Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 11. september kl. 12:00 á Tix.is.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar