Víkingur og KA mættust einnig í fyrra í úrslitum Mjólkurbikarsins

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins – miðasala

Kæru Víkingar. Laugardaginn 21.september mætast KA og Víkingur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins annað árið í röð. Strákarnir ætla að sækja fimmta Mjólkurbikarinn í röð og við þurfum að fylla Laugardalinn af Víkingum.

Miðaverð fyrir 17 ára og eldri er 2.500 kr. en fyrir 16 ára og yngri 500 kr. Miðaverð hækkar svo upp í 3.500 kr. fyrir fullorðna á leikdegi og því er mjög snjallt að tryggja sér miða fljótt og vel.

Líkt og undanfarin ár er selt í númeruð sæti í stúku og því mikilvægt að huga að því þegar miðar eru keyptir t.d. ef hópar vilja sitja saman.

Forsala fyrir ársmiðahafa Víkings hefst kl. 12:00 þriðjudaginn 10.september og munu ársmiðahafar fá SMS með hlekk á miðasöluna.

Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 11. september kl. 12:00 á Tix.is.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar