Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla: Helstu upplýsingar

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla árið 2023 fer fram 16. september 2023 kl 16:00 á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga, Laugardalsvelli.
Hér fyrir neðan má finna helstu upplýsingar fyrir stuðningsmenn varðandi bikarúrslitaleikinn.

Á formlegum fundi í gær var kastað upp á það hvort liðið væri heimaliðið í leiknum og unnum við Víkingar hlutkesti og mun leikurinn því heita

Víkingur – KA
Laugardaginn 16. september kl 16:00
Laugardalsvöllur

Heimaliðið er með stuðningsmennina sína norðan megin í nýju stúkunni. Sama hólf og við Víkingar vorum í þegar kvennaliðið okkar spilaði bikarúrslitaleik kvenna 11. ágúst síðastliðinn.

Miðasalan fyrir leikinn fer fram í gegnum Tix.is eins og hefur verið seinustu ár og mun miðasalan hefjast þriðjudaginn 5. september kl 12:00.

Miðaverð:
Fullorðnir ( 17 ára og eldri ) – 2.000kr
Börn ( 16 ára og yngri ) – 500kr

 

Knattspyrnudeild Víkings mun vera með upphitun fyrir leikinn í Safamýri líkt og við höfum gert á seinustu tvo bikarúrslitaleiki.

Upphitun mun hefjast kl 12:00/13:00 á leikdegi og munum við hafa skrúðgöngu á völlinn rétt fyrir kl 15:00. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar