Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla: Helstu upplýsingar

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla árið 2023 fer fram 16. september 2023 kl 16:00 á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga, Laugardalsvelli.
Hér fyrir neðan má finna helstu upplýsingar fyrir stuðningsmenn varðandi bikarúrslitaleikinn.

Á formlegum fundi í gær var kastað upp á það hvort liðið væri heimaliðið í leiknum og unnum við Víkingar hlutkesti og mun leikurinn því heita

Víkingur – KA
Laugardaginn 16. september kl 16:00
Laugardalsvöllur

Heimaliðið er með stuðningsmennina sína norðan megin í nýju stúkunni. Sama hólf og við Víkingar vorum í þegar kvennaliðið okkar spilaði bikarúrslitaleik kvenna 11. ágúst síðastliðinn.

Miðasalan fyrir leikinn fer fram í gegnum Tix.is eins og hefur verið seinustu ár og mun miðasalan hefjast þriðjudaginn 5. september kl 12:00.

Miðaverð:
Fullorðnir ( 17 ára og eldri ) – 2.000kr
Börn ( 16 ára og yngri ) – 500kr

 

Knattspyrnudeild Víkings mun vera með upphitun fyrir leikinn í Safamýri líkt og við höfum gert á seinustu tvo bikarúrslitaleiki.

Upphitun mun hefjast kl 12:00/13:00 á leikdegi og munum við hafa skrúðgöngu á völlinn rétt fyrir kl 15:00. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar