Leikurinn fer fram þann 1. október næstkomandi

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla

Nú er orðið ljóst Víkingur mun mæta FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla árið 2022.

Víkingur – FH
Laugardalsvöllur
Laugardaginn 1. október kl 16:00

Víkingar urðu Íslands- og Bikarmeistarar eftir glæsilegt tímabil árið 2021, en Víkingur hefur verið ríkjandi bikarmeistari frá árinu 2019 þar sem hætt var keppni árið 2020 og enginn bikarmeistari krýndur það ár. Þegar Víkingur varð bikarmeistari árið 2019 mætti liðið einmitt FH í úrslitaleik á laugardalsvelli þar sem leik lauk með 1-0 sigri Víkinga með marki frá Óttari Magnúsi Karlssyni.

Nú mætast liðin aftur þremur árum síðar og ætla Víkingar sér að sjálfsögðu að verja bikarinn. Miðasalan fyrir leikinn verður auglýst þegar nær dregur og sömuleiðis upphitun fyrir leikinn.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Bröndby – Víkingur

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ashley Clark til Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Nikolaj Hansen framlengir út 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Víkingur – Bröndby

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar