fbpx

Uppskeruhátíð Handknattleiksdeildar 2023/24

13. júní 2024 | Félagið, Handbolti
Uppskeruhátíð Handknattleiksdeildar 2023/24
Frá vinstri: Valgerður, Helga, Jóhann Reynir, Halldór Ingi Jónasar, Sigður Páll, Halldór Ingi Óskarsson

Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Víkings var haldin laugardaginn 8. maí í Safamýrinni. Leikmenn meistaraflokka Víkings og þjálfarar fögnuðu saman nýafstaðinni leiktíð. Það var grill og gleði ásamt því að leikmönnum og þjálfurum vertíðarinnar voru veittar viðurkenningar. Gríðarleg bæting var hjá bæði kvenna og karlaliði Víkings þetta tímabilið þannig að eftir því var tekið. Tímamót eru hjá báðum liðum þar sem nýir þjálfarar taka við taumunum á næstu leiktíð og vill stjórn Handknattleiksdeildar sem þakka þeim Jóni Brynjari og Andrés,i sem stýrðu kennaliðinu, sem og þeim Jóni Gunnlaugi og Andra Berg, sem stýrðu karlaliðinu, kærlega fyrir þeirra framlag til félagsins. Metnaðarfullt starf þessara þjálfara sem og leikmanna hafa styrkt stoðum undir endurreisn handknattleiks hjá Víkingi.

Eftirtaldir leikmenn hlutu viðurkenningar tímabilsins 2023-2024

Jóhann Reynir Gunnlaugsson
Leikmaður ársins
Meistaraflokkur karla 2023-2024

Jóhann Reynir Gunnlaugsson
Sóknarmaður ársins
Meistaraflokkur karla 2023-2024

Halldór Ingi Óskarsson
Varnarmaður ársins
Meistaraflokkur karla 2023-2024

Halldór Ingi Jónasson
Víkingur ársins
Meistaraflokkur karla 2023-2024

Sigurður Páll Matthíasson
Efnilegasti leikmaðurinn
Meistaraflokkur karla 2023-2024

Kristófer Snær Þorgeirsson
Efnilegasti leikmaðurinn
Ungmennalið karla 2023-2024

Benedikt Emil Aðalsteinsson
Leikmaður ársins
Ungmennalið karla 2023-2024

Ída Bjarklind Magnúsdóttir
Leikmaður ársins
Meistaraflokkur kvenna 2023-2024

Ída Bjarklind Magnúsdóttir
Sóknarmaður ársins
Meistaraflokkur kvenna 2023-2024

Áróra Eir Pálsdóttir
Varnarmaður ársins
Meistaraflokkur kvenna 2023-2024

Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir
Víkingur ársins
Meistaraflokkur kvenna 2023-2024

Valgerður Elín Snorradóttir
Efnilegasti leikmaðurinn
Meistaraflokkur kvenna 2023-2024

Frá vinstri: Jón Gunnlaugur, Jóhann Reynir, Halldór Ingi Óskarsson, Halldór Ingi Jónasson, Sigurður Páll og Andri Berg.

Frá vinstri: Andri Berg, Jón Gunnlaugur og Andrés þjálfarar.