Viktor Steinn, Kristinn Tjörvi og Hjalti Freyr

Ungir Víkingar valdir í Reykjavíkurúrval

Viktor Steinn, Kristinn Tjörvi og Hjalti Freyr leikmenn úr 4.flokknum okkar lögðu af stað til Osló í morgun þar sem að þeir munu keppa fyrir hönd Reykjavíkurúrvalsins á Grunnskólamóti Norðurlandanna.

15 manna úrtak var valið úr öllum liðum Reykjavíkur og áttum við þessa þrjá flotta fulltrúa. Kristinn Tjörvi (lengst til vinstri) er örvfættur hafsent með afar góða tækni og mikla ákefð. Viktor Steinn (í miðjunni) er áræðinn og beinskeyttur sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkunum fyrir yngri flokkana okkar í gegnum tíðina. Hjalti Freyr (lengst til hægri) er yfirvegaður og áreiðanlegur hafsent sem skilar alltaf sínu.

Við óskum þessum drengjum góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim áfram í framtíðinni enda afar spennandi leikmenn á ferðinni.

Aðrar greinar

Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar