Ungir Víkingar í U15 ára landsliðið

Íslenska U15 árs landslið karla mun leika tvo æfingaleiki gegn Færeyingum vikuna 15. – 19. ágúst næstkomandi.Leikirnir fara fram í Færeyjum.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla hefur valið 20 manna hóp fyrir leikinna og á Víkingur 4 fulltrúa í hópnum. En ekkert lið á fleiri fulltrúa í hópnum

Þeir Guðjón Ármann Jónsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson, Jochum Magnússon & Þorri Heiðar Bergmann leikmenn Víkings eru meðal leikmanna í hópnum. Þeir félagar voru allir í sigurliði Víkinga á Gothia Cup á dögunum. Þeir voru líka Íslandsmeistarar með 4. flokk í fyrra.

Við óskum strákunum innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar