Jochum Magnússon, Þorri Heiðar Bergmann & Haraldur Ágúst Brynjarsson ( U15 ) Sölvi Stefánsson ( U17) eru allir í verkefnum þessa daganna

Ungir Víkingar í landsliðs verkefnum

Víkingar eiga nokkra fulltrúa í yngri landsliðum Íslands sem spiluðu keppnisleiki í gær.

U15 ára karla

U15 ára landslið Ísland vann glæsilegan 0-4 sigur í vináttuleik gegn Færeyjum í gær en landsliðið spilar um þessar mundir tvo vináttuleiki gegn Færeyjum. Það voru fjórir leikmenn 3. flokks Víkings sem tóku þátt í leiknum. Þeir Jochum Magnússon, Þorri Heiðar Bergmann og Haraldur Ágúst Brynjarsson byrjuðu leikinn og þá kom Guðjón Ármann Jónsson inná í leiknum. Næsti leikur hjá strákunum er á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 16:30 þegar seinni leikur Íslands gegn Færeyjum fer fram á Tórsvelli.

U17 ára karla

U17 karla tapaði 2-4 gegn Ungverjalandi í fyrsta leik liðsins á Telki Cup, en leikið er í Ungverjalandi. Stígur Diljan Þórðarson fyrrverandi leikmaður Víkings sem var seldur fyrr í sumar til Benfica byrjaði leikinn og þá var Sölvi Stefánsson, leikmaður Víkings kom inná þegar um 30 mínútur voru eftir af leiknum. Næsti leikur liðsins er gegn Tyrklandi á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst og hefst sá leikur kl. 15:30.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar