fbpx

Ungir Víkingar í landsliðs verkefnum

17. ágúst 2022 | Knattspyrna
Ungir Víkingar í landsliðs verkefnum
Jochum Magnússon, Þorri Heiðar Bergmann & Haraldur Ágúst Brynjarsson ( U15 ) Sölvi Stefánsson ( U17) eru allir í verkefnum þessa daganna

Víkingar eiga nokkra fulltrúa í yngri landsliðum Íslands sem spiluðu keppnisleiki í gær.

U15 ára karla

U15 ára landslið Ísland vann glæsilegan 0-4 sigur í vináttuleik gegn Færeyjum í gær en landsliðið spilar um þessar mundir tvo vináttuleiki gegn Færeyjum. Það voru fjórir leikmenn 3. flokks Víkings sem tóku þátt í leiknum. Þeir Jochum Magnússon, Þorri Heiðar Bergmann og Haraldur Ágúst Brynjarsson byrjuðu leikinn og þá kom Guðjón Ármann Jónsson inná í leiknum. Næsti leikur hjá strákunum er á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 16:30 þegar seinni leikur Íslands gegn Færeyjum fer fram á Tórsvelli.

U17 ára karla

U17 karla tapaði 2-4 gegn Ungverjalandi í fyrsta leik liðsins á Telki Cup, en leikið er í Ungverjalandi. Stígur Diljan Þórðarson fyrrverandi leikmaður Víkings sem var seldur fyrr í sumar til Benfica byrjaði leikinn og þá var Sölvi Stefánsson, leikmaður Víkings kom inná þegar um 30 mínútur voru eftir af leiknum. Næsti leikur liðsins er gegn Tyrklandi á morgun, fimmtudaginn 18. ágúst og hefst sá leikur kl. 15:30.