Undanúrslit kvenna: Við mætum FH í Kaplakrika

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í hálfleik viðureignar Keflavík og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum í rétt í þessu, Þegar flautað var til hálfleiks þá var Stjarnan yfir 0-1.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Víkings stelpurnar komast í undanúrslit og eru aðeins einum leik frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum.

Það voru 3 lið úr Bestu deildinni sem voru í pottinum ásamt okkur. Við förum í heimsókn á Kaplakrikavöllinn í Hafnarfirði og mætum Bestu deildar liðinu FH en leikið verður föstudaginn 30. júní kl 19:15.

FH lék í Lengjudeildinni fyrir ári síðan en fór upp í deild þeirra bestu eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar í Lengjudeild kvenna 2022.

Næstu fimm leikir
21 júní – Grindavík ( Víkingsvöllur kl 19:15 )
?? – HK ( Kórinn kl ??)
30 júní – FH ( Kaplakrikavöllur kl 19:15 ) – Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna
6 júlí – Grótta ( Vivaldivöllurinn kl 19:15 )
20 júlí – Augnablik ( Kópavogsvöllur  kl 19:15 )

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar