fbpx

Undanúrslit karla: KR kemur á heimavöll hamingjunnar

7. júní 2023 | Knattspyrna
Undanúrslit karla: KR kemur á heimavöll hamingjunnar

Dregið var fyrir undanúrslit Mjólkurbikarsins í hálfleik viðureignar KR og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum í gær, KR vann leikinn eftir framlengdan leik 2-1 og fer því áfram í undanúrslit.

Þetta er í 4 skiptið í röð sem Víkingur kemst í undanúrslit í bikarnum og er aðeins einum leik frá því að komast í úrslitaleikinn í fjórða skiptið á fjórum árum.

Það voru 4 lið úr Bestu deildinni sem voru í pottinum. Við fáum Bestu deildar lið KR í heimsókn á heimavöll hamingjunnar en leikurinn verður spilaður mánudaginn 3. júlí kl 19:15 á Víkingsvelli.

Víkingur og KR hafa mæst í 8 liða úrslitum seinustu tvö ár og hefur Víkingur haft betur 3-1 árið 2021 & 5-3 árið 2022, bæði árin endaði Víkingur sem bikarmeistari.

Næstu fimm leikir
11 júní – Fram ( Víkingsvöllur kl 19:15 )
24 júní – Stjarnan ( Víkingsvöllur kl 19:15 )
29 júní – Fylkir ( Würth völlurinn kl 19:15 )
3 júlí – KR ( Víkingsvöllur kl 19:15 )
8 júlí – Keflavík ( HS Orku Völlurinn  kl 17:00 )

Dagskrá fyrir komandi leiki er birt með fyrirvara um breytingar.