Miðasala hefst kl 12:00 þriðjudaginn þann 14. Júní

Umspil forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2022/2023

Umspil fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2022/2023 fer fram í Víkinni daganna 21. og 24. júní. Víkingur spilar undanúrslitaleik hinn 21. júní gegn FCI Levadia frá Tallinn og í hinum undanúrslitaleiknum mætast Inter Club d’Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó.

Miðasala á mótið hefst á morgun, þriðjudag 14. Júní klukkan 12:00 og fer fram í gegnum Stubbur App.

Miðasalan fer þannig fram að fyrst eru seldir sérstakir mótsmiðar sem gilda á alla þrjá leikina. Verð á mótsmiða er 5.000 kr.
ATH. Ekki er frítt fyrir börn og gildir miðaverð um börn einnig
Forsalan verður í gangi fram yfir föstudaginn 17. Júní.

Eftir það hefst almenn miðasala þar sem hægt verður að kaupa miða á staka leiki, á meðan birgðir endast. Miðaverð á staka leiki verður 3.000 kr. 

Þar sem Víkingur getur einungis selt miða í stúku er miðafjöldi takmarkaður. Af þeim sökum munu allir þurfa að kaupa sér aðgöngumiða, óháð aldri. Fjöldi miða sem fer í sölu á staka leiki fer eftir því hversu margir mótsmiðar verða seldir og svo gæti farið að miðarnir verði einfaldlega uppseldir í þeirri forsölu. Það er bæði hagstæðast og öruggast að kaupa mótsmiða og fá þannig að upplifa alla fótboltaveisluna í heild sinni.

Leikirnir eru sem hér segir:

Þriðjudagurinn 21. júní 2022
13:00 La Fiorita ( San Marínó ) – Inter Club d’Escaldes ( Andorra )
19:30 Víkingur R. – Fc Levadia Tallinn ( Eistland )

Föstudagurinn 24. júní 2022
19:30 Úrslitaleikur

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar