fbpx

U16 ára landslið Íslands – Víkingar í aðalhlutverki

26. apríl 2023 | Knattspyrna
U16 ára landslið Íslands – Víkingar í aðalhlutverki

Íslenska U16 ára landsliðið tók þátt í UEFA development mótinu sem fór fram í Möltu dagana 11. – 19.apríl síðastliðinn.

Víkingur átti 4 fulltrúa sem tóku þátt í mótinu en það voru þeir Davíð Helgi Aronsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson, Jochum Magnússon ( M ) & Þorri Heiðar Bergmann en þeir eru allir leikmenn 3. flokks Víkings og hafa verið að æfa með meistaraflokk Víkings í vetur.

Ísland var í riðli með Armeníu, Eistlandi & Möltu. Liðið spilaði samtals 3 leiki á mótinu og náðu í 4 stig af 9 mögulegum og voru aðeins tveimur stigum frá Eistlandi sem bar sigur í riðlinum.

Íslenska liðið byrjaði mótið með 1-1 jafntefli gegn Armeníu, Jochum byrjaði í markinu og þá voru þeir Davíð, Haraldur & Þorri allir í byrjunarliðinu.

Næsti leikur liðisins var síðan gegn Eistlandi og var um hörkuleik að ræða en Íslenska liðið tapaði naumlega 3-2. Haraldur Ágúst & Davíð Helgi byrjuðu leikinn en þeir Jochum & Þorri byrjuðu leikinn á bekknum en komu báðir inn á í seinni hálfleik.

Seinsta leikur liðsins var gegn Möltu og hafði Ísland betur 4-1 í leiknum, Jochum & Karl Ágúst byrjuðu leikinn og sá síðarnefni skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. Þorri & Haraldur byrjuðu leikinn á bekknum en komu inn á í seinni hálfleik.