U16 ára landslið Íslands – Víkingar í aðalhlutverki

Íslenska U16 ára landsliðið tók þátt í UEFA development mótinu sem fór fram í Möltu dagana 11. – 19.apríl síðastliðinn.

Víkingur átti 4 fulltrúa sem tóku þátt í mótinu en það voru þeir Davíð Helgi Aronsson, Haraldur Ágúst Brynjarsson, Jochum Magnússon ( M ) & Þorri Heiðar Bergmann en þeir eru allir leikmenn 3. flokks Víkings og hafa verið að æfa með meistaraflokk Víkings í vetur.

Ísland var í riðli með Armeníu, Eistlandi & Möltu. Liðið spilaði samtals 3 leiki á mótinu og náðu í 4 stig af 9 mögulegum og voru aðeins tveimur stigum frá Eistlandi sem bar sigur í riðlinum.

Íslenska liðið byrjaði mótið með 1-1 jafntefli gegn Armeníu, Jochum byrjaði í markinu og þá voru þeir Davíð, Haraldur & Þorri allir í byrjunarliðinu.

Næsti leikur liðisins var síðan gegn Eistlandi og var um hörkuleik að ræða en Íslenska liðið tapaði naumlega 3-2. Haraldur Ágúst & Davíð Helgi byrjuðu leikinn en þeir Jochum & Þorri byrjuðu leikinn á bekknum en komu báðir inn á í seinni hálfleik.

Seinsta leikur liðsins var gegn Möltu og hafði Ísland betur 4-1 í leiknum, Jochum & Karl Ágúst byrjuðu leikinn og sá síðarnefni skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. Þorri & Haraldur byrjuðu leikinn á bekknum en komu inn á í seinni hálfleik.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar