
Við byrjum daginn í Hamingjunni kl. 12:00 þar sem strákarnir mæta Grindavík í sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum. Leikurinn verður sýndur á VíkingurTV en án lýsanda.
Stelpurnar mæta svo Val kl. 13:00 á Hlíðarenda í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Sá leikur verður einnig í beinni útsendingu með lýsanda á YouTube rás Víkings.
Það er því nóg um að vera hjá okkur á laugardaginn og við hvetjum ykkur til að mæta í stúkuna og þá sérstaklega á Hlíðarenda þar sem stelpurnar okkar berjast um fyrsta málm ársins. ❤️🖤