fbpx

Tveir efnilegir skrifa undir samning

30. nóvember 2023 | Knattspyrna
Tveir efnilegir skrifa undir samning

Knattspyrnudeild Víkings hefur gert samning við tvo efnilega leikmenn til tveggja ára.  Jóhann Kanfory ( F. 2006 ) og Hrannar Ingi Magnússon ( F. 2005 ) leikmenn 2. flokks skrifuðu undir sinn fyrsta samning við félagið í vikunni.

Jóhann Kanfory og Hrannar Ingi eru lykilleikmenn í öflugu liði 2. flokks karla sem varð bikarmeistari á nýliðnu tímabili.

Jóhann er fljótur kantmaður með góða tækni og les leikinn vel, Hrannar Ingi spilar sem bakvörður og hefur góða leiðtogahæfileika. Þeir komu báðir við sögu í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Val í lokaumferðinni í Bestu deildinni á nýliðnu tímabili

Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð að hafa tryggt sér krafta Jóhanns & Hrannars til næstu ára.

Jóhann Kanfory ásamt Kára Árnassyni
Hrannar Ingi ásamt Kára Árnassyni