Tiltektardagur Víkings laugardaginn 5. apríl

Kæru Víkingar nær og fjær!

Laugardaginn 5. apríl kl. 12 ætlum við Víkingar í ÖLLUM deildum og flokkum að bretta upp ermar og taka til hendinni á félagssvæðum okkar í Safamýri og í Víkinni. Ætlunin er að taka til bæði innan- og utan húsa, tína upp rusl, laga beð, sópa, taka til og skipuleggja allt betur svo fátt eitt sé nefnt.

Lagt er upp með að skipta Víkingsfólki, ungu sem öldnu, á eftirfarandi svæði eftir nálægð við grunnskóla og er viðmiðið eftirfarandi:

Safamýri: Hvassaleitisskóli, Álftarmýrarskóli og Réttarholtsskóli (1/2)

Víkin: Fossvogsskóli, Breiðagerðisskóli og Réttarholtsskóli (1/2)

Við ætlum að byrja kl. 12 og enda á grilluðum pylsum kl. 14, bæði í Safamýri og í Víkinni.

Eins og allir vita þá vinna margar hendur létt verk og það er von okkar og trú að sem flestir gefi sér tíma í þetta skemmtilega verkefni.

ÁFRAM VÍKINGUR!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar