Tiltektardagur Víkings laugardaginn 5. apríl

Kæru Víkingar nær og fjær!

Laugardaginn 5. apríl kl. 12 ætlum við Víkingar í ÖLLUM deildum og flokkum að bretta upp ermar og taka til hendinni á félagssvæðum okkar í Safamýri og í Víkinni. Ætlunin er að taka til bæði innan- og utan húsa, tína upp rusl, laga beð, sópa, taka til og skipuleggja allt betur svo fátt eitt sé nefnt.

Lagt er upp með að skipta Víkingsfólki, ungu sem öldnu, á eftirfarandi svæði eftir nálægð við grunnskóla og er viðmiðið eftirfarandi:

Safamýri: Hvassaleitisskóli, Álftarmýrarskóli og Réttarholtsskóli (1/2)

Víkin: Fossvogsskóli, Breiðagerðisskóli og Réttarholtsskóli (1/2)

Við ætlum að byrja kl. 12 og enda á grilluðum pylsum kl. 14, bæði í Safamýri og í Víkinni.

Eins og allir vita þá vinna margar hendur létt verk og það er von okkar og trú að sem flestir gefi sér tíma í þetta skemmtilega verkefni.

ÁFRAM VÍKINGUR!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar