Kæru Víkingar,
á fundi aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Víkings þann 18. nóvember var samþykkt að skipa nafnanefnd sem falið var það hlutverk að kalla eftir og fara yfir hugmyndir/tillögur um nýtt nafn á íþróttasvæði Víkings í Safamýri.
Í nafnanefndinni sitja:
Nafnanefndin mun strax opna fyrir tillögur frá Víkingssamfélaginu um nýtt nafn fyrir íþróttasvæði Víkings í Safamýri og óskar eftir því að allar tillögur liggi fyrir eigi síðar en 14. desember nk. Nafnanefnd mun í kjölfarið gera tillögu/tillögur um nýtt nafn til aðalstjórnar félagsins.
Öllum tillögum skal skila inn undir nafni og skal með fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tillögunni. Tillögu má stilla upp á eftirfarandi hátt:
Tillaga að nafni: [tillaga]
Rökstuðningur: [stutt greinargerð]
Nafn þess sem leggur fram tillögu: [nafn]
Áfram Víkingur!